EA fjárfestingarfélag, sem áður hét MP banki og er í eigu fyrrum eigenda bankans, þarf ekki að greiða 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Fjármálaeftirlitið (FME) lagði á félagið.

FME taldi félagið hafa gerst brotlegt gegn lögum um takmarkanir á stórum lánveitingum til tengdra aðila.

Hæstiréttur taldi FME ekki hafa sýnt fram á að tengsl umræddra viðskiptamanna, þar á meðal Margeirs Péturssonar, féllu undir skilgreiningu á fjárhagslega tengdum aðilum. FME taldi að skuldbindingarnar, sem námu 126% af eiginfjárgrunni bankans, brytu í bága við lög.