Ríkisstjórn Bretlands verður að leita samþykkis breska þingsins áður en formlegt útgönguferli ríkisins hefst úr Evrópusambandinu með virkjum 50 greinar Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í dómsúrkvaðningu Hæstaréttar Bretlands. Þetta kemur fram í frétt BBC um málið.

Það þýðir að ríkisstjórnin getur ekki hafið viðræður við Evrópusambandið fyrr en að efri og neðri deildir breska þingsins samþykki útgöngu Breta úr sambandinu. Af þeim ellefu dómurum sem dæmdu í málinu, þá studdu átta dómarar niðurstöðuna, en þrír voru henni mótfallnir.

Hæstiréttur kvað einnig á um það að skoska og velska þingið verða ekki að samþykkja úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Jeremy Wright, dómsmálaráðherra í bresku ríkisstjórninni sagði að dómurinn væri talsverð vonbrigði - en að ríkisstjórnin myndi framfylgja honum.