Héraðsdómstóll á Ítalíu hefur lækkað um rúman helming framfærsluna sem Silvio Berlusconi, fjölmiðlakónginum og fyrrverandi forsætisráðherra landsins, þarf að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni. Konan heitir Veronica Lario og var önnur eiginkona Berlusconi.

Þau gengu í hjónaband árið 1990 og skildu fyrir þremur árum. AP-fréttastofan segir að Lario hafi lýst því yfir árið 2009 að hjónabandið væri á enda þar sem Berlusconi, sem er með auðugustu mönnum Ítalíu, horfði um of á eftir yngri konum. Þau Berlusconi og Lario eignuðustu þrjú börn. Fyrir átti Silvio Berlusconi tvö börn frá fyrra hjónabandi.

Berlusconi átti upphaflega að greiða Lario þrjár milljónir evra, sem svara til 500 milljóna íslenskra króna, á mánuði. Dómari í Milan taldi það hins vegar of há upphæð og lækkaði hana niður í 1,4 milljónir evra, jafnvirði 230 milljóna íslenskra króna.