Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, segir að unnið sé að því að ein­falda regluverk í ferðaþjónustu og raunar var málið á dagskrá ríkisstjórnarinnar á þriðjudag. Í ræðu á aðalfundi Samtaka ferðaþjónust­unnar í síðustu viku sagði hún nú­verandi kerfi of þungt í vöfum og tók hún dæmi af ferðaþjónustu­ fyrirtæki sem hafði lent í klóm regluverksins.

„Fyrirtæki fyrir norðan þurfti að skila inn 55 leyfistengdum skjöl­ um til sjö opinberra stofnana til að stofna ferðaþjónustufyrirtæki,“ sagði Ragnheiður Elín og bætti því við að fyrirtækið hefði sótt um leyfi fyrir gistingu, matsölu og af­ þreyingu.

„Það þarf ekki að hafa mörg orð um þessa framkvæmd. Hún er allt of flókin og íþyngjandi og þessi frumskógur hlýtur að vera óþarfur. Ferðamálastofa hefur yfirum­ sjón með þessu verkefni og hefur verið að taka starfsumhverfi ferðaþjónustunnar til gagngerrar skoðunar með það að markmiði að einfalda og auðvelda allt reglu­verk eins og kostur er. Von er á tillögum úr þessari vinnu um næstu mánaðamót.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .