Dómari í Connecticut hefur úrskurðað að aðilar í skilnaðarmáli þurfi að gefa upp aðgangsorð að heimasvæði þeirra á facebook, öðrum samskiptamiðlum sem og stefnumótasíðum.Er litið á samskiptin á síðunum sem sönnunargögn í skilnaðar- og forræðisdeilu hjónanna.

Haft er eftir lögmanni eiginmannsins á bloggi Forbes , að hann hafi séð samskipti eiginkonu sinni í heimilistölvunni og gruni að þar megi finna staðreyndir sem komi til með að stykja hans málflutning. Hann segist ekkert hafa að fela sjálfur.