Spurður um mögulega stöðu Íslands gagnvart hugsanlegum fríverslunarsamningi milli ESB og Bandaríkjanna segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að þó svo að Ísland sé ekki aðili að ESB væri það vel til fundið ef Bandaríkin hefðu hug á því að hleypa Íslandi og öðrum EFTA-ríkjum að samningaborðinu. „Íslendingar þurfa að komast að þessu borði,“ segir Össur í samtali við Viðskiptablaðið.

„Við þurfum að halda öllu opnu og kanna alla möguleika. Að fá aðild að þeim samningi sem hér um ræðir er liður í því,“ segir Össur. Össur segist þó gera sér grein fyrir því að það gæti þó reynst erfitt þar sem Bandaríkjamenn hafi alltaf gert kröfu um að fá að flytja út landbúnaðarvörur sínar óhindrað. Það rímar við það sem fram kom á fundinum sem fjallað er um hér til hliðar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið í heild hér að ofan undir liðnum tölublöð.