Besta leiðin til að koma aftur á hagvexti í Evrópu er að gera hagkerfin skilvirkari, segir Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans. Hann ræddi við fulltrúa Evrópuþingsins í Brussel í dag og kallaði þar eftir framtíðarsýn og endurskoðun á stefnu evrusvæðisins. Hann sagði mikilvægt að horft væri fram í tímann við áætlanagerð.

Á fréttavef bandaríska dagblaðsins The New York Times segir að tímasetning þessarar beiðni Draghi sé áhugaverð í ljósi frétta síðustu vikna af slæmu ástandi evrópsks hagkerfis. Könnun seðlabanka Evrópu á bönkum evrusvæðisins sýnda fram á samdrátt í eftirspurn eftir lánsfjármagni sem greiningaraðilar segja vísbendingu um að evrusvæðið sé í raun í kreppu.