Þúsundir barna heimsóttu útibú Arion banka í dag, sungu fyrir starfsfólk og viðskiptavini og fengi blöð um ævintýri Andrésar Andar. Blöðin voru sérstaklega prentuð fyrir bankann í tilefni af Öskudeginum og lestrarviku bankans sem haldin verður í apríl.

Fram kemur í tilkynningu frá Arion banka að í fyrrahaust hafi bankinn staðið fyrir lestrarviku sem endurtekin verði í apríl. Með vikunni á að hvetja krakka á öllum aldri til að lesa sér til skemmtunar.

Þá segir í tilkynningunni að krakkar hafi sést í fjölmörgum skemmtilegum búningum og hafi verið ljóst að mörg þeirra hafi lagt mikla vinnu í þá.

Myndirnar af börnunum hér voru teknar í útibúi Arion banka við Hlemm.

Öskudagur
Öskudagur
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Öskudagur
Öskudagur
© Aðsend mynd (AÐSEND)