Á næstu þremur árum mun hótelherbergjum í Reykjavík fjölga um rúmlega eitt þúsund. Slíkt er óhjákvæmilegt með ört vaxandi fjölda erlendra gesta. Þetta sagði Óli Örn Eiríksson, deildarstjóri atvinnuþróunar, skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkuborg, í erindi sínu sem bar yfirskriftina: Kranarnir rísa á ný.

Fundað er um byggingamarkaðinn á fundi Húsasmiðjunnar í Hörpu.

Þessi hótelherbergi munu bæði vera í nýjum hótelum og í eldri hótelum sem eru að stækka við sig. Samtals er áætlað að þau verði 1.104 talsins. Íslandshótel mun rísa á Höfðatorgi sem verður stærsta hótelið í Reykjavík, áætlað er fimm stjörnu hótel rísi á Hörpureit, Icelandair Cultura mun rísa á Hljómlindarreitnum og byggt verður að Hverfisgötu 103. Þar að auki mun Hótel Borg og Icelandair Marina stækka þar sem fleiri herbergi verða byggð. Það er því mikið að fara að gerast að sögn Óla.