Helmingur íbúða í eigu Kadeco,þróunarfélags Keflavíkurflugvallar á Ásbrú, hefur verið tekinn í notkun. Átta ár eru síðan íslenska ríkið fékk þær að gjöf frá Bandaríkjunum við brottför herliðsins héðan af landi. Í heildina er um er að ræða 900 fjölskylduíbúðir sem eru 3-5 herbergja og 1.100 einstaklingsíbúðir sem hafa sameiginleg baðherbergi og eldhús.

Stærstur hluti fjölskylduíbúðanna hefur verið tekinn í notkun, eða um 700 talsins. Erfiðara hefur reynst að koma einstaklingsíbúðum í leigu eða sölu, en um 300 einstaklingsíbúðir eru í notkun samkvæmt upplýsingum frá Kjartani Þór Eiríkssyni, framkvæmdastjóra Kadeco. „Markaðurinn fyrir svona eignir er takmarkaður. Við erum með áform um að breyta hluta af þessu í skrifstofuhúsnæði sem er hægt með mjög auðveldum hætti,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .