Fasteignaþróunarfélagið Arwen hefur fest kaup á þremur samliggjandi jörðum við Geysi og hyggst að byggja þúsund manna ferðaþjónustuþorp á jörðunum í kringum Geysi. Þetta staðfestir Birgir Örn Arnarson, stjórnarformaður fasteigaþróunarfélagsins í samtali við Morgunblaðið .

Að sögn Birgis verður rís þorpið á fjórum til fimm árum. Hann bætir við að þjónustumiðstöðin komi til með að henta vel ferðamönnum sem fari Gullna hringinn. Í umfjölluninni segir einnig að notast verði við nýjar byggingaraðferðir svo þorpið komi til með að rísa á sem skemmstum tíma.

Félagið Arwen er með mörg járn í eldinum um þessar mundir. Félagið er að ljúka við byggingu undir bjórspa og veitingastað fyrir Bruggsmiðju Kalda á Árskógssandi. Félagið er sömuleiðis að byggja 1.450 hús við Seljaveg í Reykjavík undir íbúðir og þjónustu.