Evrópski seðlabankinn þarf að ráða 700 til 1.000 starfsmenn á næstunni eigi eftirlit með bönkum og fjármálafyrirtækjum á evrusvæðinu að vera fullnægjandi. Þetta er mat Kurt Pribili, aðstoðarforstjóra austurríska fjármálaeftirlitsins. Hann sagði á blaðamannafundi í gær mannafla seðlabankans fjarri því duga nú um stundir.

Bloomberg-fréttaveitan hafði jafnframt eftir Pribil að seðlabankinn þurfi um of að reiða sig á eftirlitsaðila innan hvers evruríkis. Bankinn þurfi að ráða sitt eigið starfsfólk.