Kínversk stjórnvöld hafa samþykkt nýbyggingu lestarkerfis sem kemur til með að kosta 247 milljarða júan eða því sem samsvarar ríflega fjögur þúsund milljörðum íslenskra króna. Frá þessu er greint á CNN Money . Til samanburðar er verg landsframleiðsla á á Íslandi rúmlega tvö þúsund milljarðar og er því þetta einstaka verkefni í Kína á við tvöfalda landsframleiðslu Íslands árið 2015.

Lestakerfið kemur til með að tengja saman Bejing við hafnarborgina Tiajin með viðkomu í öðrum borgum í Hebei héraði. Í heildina verða byggðar níu nýjar leiðir sem ná yfir 1.100 kílómetra. Búist er við því að verkefninu verði lokið árið 2020.

Hraði innviðauppbyggingarinnar er talinn undraverður að mati CNN Money - en sambærilegt verkefni tæki talsvert lengri tíma í Bandaríkjunum.