Markaðsvirði skráðra félaga í Bandaríkjunum féll um þúsund milljarða dollara í síðustu viku að því er Bloomberg greinir frá. Fjárhæðin samsvarar um 5% af landsframleiðslu Bandaríkjanna.

Hlutabréfaverð Vestanhafs hafa verið á niðurleið síðustu sex vikur, eftir hækkanir nær samfellda hækkun frá því í vor.

Hlutabréfaverð í Apple féll um 5,4% í vikunni og lækkaði því heildarvirði félagsins um 45 milljarða dollara. Hlutabréfaverð í Amazon um 3% sem þýðir að markaðsvirði félagsins féll um 24 milljarða dollara.

Áhyggjur af hægari heimshagvexti og harðnandi viðskiptadeildum stjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseta eru sagðar skýra lækkunina. Ernie Cecilia, forstöðumaður fjárfestinga hjá Bryn Mawr Trust Co. segir markaði vera að endurverðleggja hlutabréf sem hækkað hafi mikið þar sem væntingar séu um hægari vöxt en áður.