*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Erlent 4. febrúar 2019 15:18

Þúsundir farþega strandaglópar

Þúsundir farþega eru strandarglópar eftir að flugyfirvöld kyrrsettu flugvélar Turkmenistan Airlines af öryggisástæðum.

Ritstjórn
Heathrow flugvöllur í Lundúnum.
european pressphoto agency

Þúsundir farþega eru strandarglópar eftir að flugyfirvöld kyrrsettu flugvélar Turkmenistan Airlines af öryggisástæðum. BBC greinir frá þessu.

Bresk flugmálayfirvöld greindu frá því að nokkur flug félagsins frá Heathrow flugvellinum í London og flugvellinum í Birmingham hafi verið felld niður sökum fyrrgreindra ástæðna. 

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) ákvað að afturkalla flugleyfi flugfélagsins innan ESB-svæðisins þar sem að flugfélagið þótti ekki standast alþjóðlega flugöryggisstaðla.

Farþegum sem áttu bókað flug með Turkmenistan Airlines var bent á það af breskum flugyfirvöldum að þeir gætu þurft að gera nýjar ráðstafanir upp á eigin spýtur til að komast á leiðarenda. Var þeim einnig bent á að hafa samband við flugfélagið til þess að falast eftir endurgreiðslu á flugmiðunum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is