Ofurríkt fólk út um allan heim geymir að minnsta kosti 21 þúsund milljarðar dollara í skattaskjóli samkvæmt nýrri rannsókn. Þetta jafnast á við samanlagða landsframleiðslu Bandaríkjanna og Japans. Rannsóknin var gerð fyrir Tax Justice Network og var birt í gær eins BBC greindi frá á vef sínum í dag.

James Henry, fyrrum aðalhagfræðingur ráðgjafafyrirtækisins McKinsey & Co., skrifaði The Price of Offshore Revisited þar sem þessar upplýsingar koma fram en sagði töluna eflaust vera mun hærri en rannsóknin sýndi og væri örugglega nær 32 þúsund milljörðum dollara.