Franski bílaframleiðandinn PSA Peugeot Citroën tilkynnti í dag að uppsagnir gætu haft áhrif á 6.000 starfsmenn fyrirtækisins í Evrópu.

Að minnsta kosti 3.500 starfsmönnum verður sagt upp. Einnig  munu um 2.500 starfsmenn verktaka sem þjónusta bílaframleiðandann missa vinnuna.

Peugeot Citroën segir að fyrirtækið eigi erfitt með að halda niður kostnaði og hyggst spara um 800 milljónir evra á næsta ári, meðal annars með uppsögnunum. Fyrirtækið segir að harkalegt verðstríð geysi milli bílaframleiðenda í Evrópu.

PSA Peugeot Citroën
PSA Peugeot Citroën
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)