Talið er að nokkuð þúsund manns sé samankomið á Austurvelli í dag til að mótmæla ákvörðun Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Lögregluvörður er við Alþingishúsið. Fólk sem mótmælir fyrir utan húsið lemur girðingar sem lögregla hefur sett upp framan við það býr til við það mikinn hávaða sem minnir á búsáhaldabyltinguna í byrjun árs 2009.

Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 15 og var hugmyndin að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flytti þar þingsályktunartillögu þess efnis að aðildarviðræðum stjórnvalda við Evrópusambandið verði slitið. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, tilkynnti hins vegar við upphaf þingfundar, að umræðan yrði ekki á dagskrá í dag.

Tæplega 15.000 manns skrifuðu undir söfnun á netinu sem hófst í gærmorgun á vefsóiðunni Petitions24 þar sem ákvörðun ríkisstjórnarinanr um að slíta aðildarviðræðum við ESB er mótmælt. Í kringum 4.000 manns hafði boðað komu sína á Austurvöll til að mótmæla ákvörðun ríkisstjórnarinnar þegar þingfundur hófst í dag.

Hægt er að fylgjast með mótmælunum á vef Mílu .