Þúsundir fylltu vatnaskemmtigarð í Wúhan borg í Kína þar sem kórónuveirufaraldurinn lét fyrst á sér kræla í lok síðasta árs um helgina og skemmtu sér áhyggjulaust í mikilli mannþröng.

Framan af var veiran, sem í dag ber í dag formlega heitið Covid 19, og ber með sér sjúkdóminn Sars-CoV-2, almennt kölluð Wuhan veiran, þó einnig hafi Kínaveiran eða jafnvel rauða veiran verið sett fram í umræðunni.

Á twitter hér að neðan má sjá myndband frá vatnaskemmtigarðinum Wuhan Maya Beach Water Park þar sem gestir nutu sín í sundskýlum og á uppblásnum belgjum í vatninu.

Garðurinn opnaði í júní eftir að Wuhan borg byrjaði að leyfa opnun á ný eftir að 76 daga algert útgöngubann hafði verið komið á til að reyna að hemja úbreiðslu veirunnar. Útgöngubanninu sjálfu var aflétt í apríl, en engin ný smit hafa komið upp í borginni síðan um miðjan maí mánuð.

Garðurinn sem þó er sagður einungis mega hleypa helmingi þeirra gesta sem í venjulegu árferði megi vera í honum býður nú aðgöngu á hálfvirði til kvenkyns gesta að því er Times of India greinir frá. Í Wuhan borg bjuggu um 11 milljón manns áður en veiran fór að láta á sér kræla en hún hefur verið rakin til kjötmarkaðar í borginni.

Þess má geta að 4. apríl síðastliðinn birtist umfjöllun í New York Times um að á sama tíma og lokað hafi verið fyrir flug og ferðalög milli svæða í Kína hafi 430 þúsund farþegar komið með alþjóðaflugi frá landinu til Bandaríkjanna, þar af þúsundir beint frá Wuhan borg, síðan kommúnistastjórnin þar í landi viðurkenndi vandann fyrir alþjóðasamfélaginu.

Til þess að reyna að ýta við efnahagslífinu í Hubei héraði þar sem borgin er, hafa stjórnvöld þar boðið ókeypis aðgang að ferðamnnastöðum, en bæði faraldurinn og flóð hafa leikið hagkerfið grátt líkt og hefur gerst víða um heim.