Þýski bankinn Deutsche bank hefur í heildina sagt upp, um 4.000 starfsmönnum síðan í júní. Í þeim mánuði voru 3.000 manns sagt upp hjá bankanum en í gær bættust þúsund manns við þá tölu. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC um málið.

Bankinn hefur staðið höllum fæti upp á síðkastið. Meðal annars vegna þess að hann þarf að greiða háa sekt, vegna hlut bankans í fjármálahruninu 2008. Uppsagnirnar voru liðir í því að gera rekstur bankans hagkvæmari að sögn Karl von Rohr, stjórnarmanns í Deutsche Bank.