Rússinn Alexander Vinnik var í dag handtekinn í Grikklandi. Honum er gefið að sök að vera hluti af glæpahópi sem þvætti að minnsta kosti 4 milljarða dollara með því að nota rafmyntina Bitcoin til verksins.

Hinn 38 ára gamli Vinnik var handtekin nálægt grísku borginni Thessaloniki og er búist við því að hann verði framseldur til bandaríkjanna þar sem hann býður ákæru. Samkvæmt frétt BBC er talið að Vinnik hafi verið maðurinn sem stóð á bak við peningaþvættið.

Bitcoin hentar einkar vel til peningaþvættis þar sem rafmyntin styðst ekki við neinn seðlabanka. Því er nær ómögulegt að fylgjast með viðskiptum sem stunduð eru með Bitcoin.