Valdimar Halldórsson, aðstoðarmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, hefur kynnst Grænlandi ágætlega undanfarið eftir að hafa farið nokkrar mismunandi ferðir á síðustu árum um Austur-, Vestur- og Suður-Grænland. Mesta lífsreynslan var 4 vikna leiðangur á skíðum yfir Grænlandsjökul.

„Í slíkri ferð kynnist maður náttúru landsins vel og fær innsýn í hvernig það er að búa í þessu stóra og fallega landi við krefjandi aðstæður. Einnig var eftirminnilegt að heimsækja einn af hinum mörgu Nuuk-fjörðum og dvelja þar í góðum félagsskap nokkurra stangveiðimanna fjarri mannabyggðum í vikutíma. Við skipulagningu á gönguskíðaleiðangri yfir Grænlandsjökul er að mörgu að hyggja. Margir sem fara í slíka leiðangra kaupa sér ferð með heimamönnum á hundasleðum fyrsta legginn upp á sjálfan jökulinn þar sem gangan hefst. Í mínum leiðangri varð sú raunin“

„Eftir leit á netinu kom nafnið Dines Mikaelsen upp sem mögulegur hundasleðaferðasölumaður. Dines var að vísu ekki sjálfur staddur á austurströndinni þessa daga í byrjun maí í fyrra. Hann réð í sinn stað frænda sinn Peter sem leiðsögumann en hann er heimamaður í Isortoq. Peter þessi er „orginal“ veiðimaður en jafnframt verslunarstjóri í litla kaupfélaginu þeirra í þorpinu. Hundasleðaferðin var eftirminnileg. Peter hafði 12 hunda til að draga farangurinn og farþegana og gaf stöðugar skipanir til þeirra á grænlensku og þeir hlýddu yfirmanni sínum samviskusamlega.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.