*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 17. ágúst 2015 07:52

Þvinganir gegn Rússum höfðu engin áhrif

Formaður SFS telur að Ísland muni mæta skilningi vinaþjóða ákveði stjórnvöld að breyta afstöðu sinni gagnvart Rússum.

Ritstjórn
Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Haraldur Guðjónsson

Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir ekki vitað til þess að útflutningur frá Íslandi til Rússlands hafi stöðvast í kjölfar þess að fyrir rúmu ári hafi Ísland tekið upp viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gegn Rússlandi. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu.

Rússar lögðu innflutningsbann á Íslendinga í síðustu viku og segir Jón að engar vörur héðan hafi lent í vandræðum fyrr en núna. Segist hann telja að það sama eigi við um innflutning frá Rússlandi hingað.

Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrir í sjávarútvegi, segir í samtali við Morgunblaðið að hann telji að Ísland muni mæta skilningi vinaþjóða ákveði stjórnvöld að breyta afstöðu sinni gagnvart viðskiptaþvingununum.

„Þegar við lendum í höggi sem er tuttugufalt á við það sem vinaþjóðir okkar lenda í, þá hljóta menn að spyrja sig hvort það sé ekki grundvöllur til að eiga þetta samtal við vinaþjóðir okkar í Vestur-Evrópu,“ segir hann.