Svört atvinnustarfsemi færist í aukana í ferðaþjónustu og byggingastarfsemi. Þetta er meðal þess sem finna má í niðurstöðum kannana á vegum ríkisskattstjóra, ASÍ og SA sem unnið var að í sumar. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag.

Í blaðinu er haft eftir Skúla Eggerti Þórðarsyni ríkisskattstjóra að ansi margir virðist vera að koma inn í ferðaþjónustuna sem eru ekki með sín mál í lagi gagnvart skattinum. „Fyrirtæki eru rekin á leyfis og starfsmenn á atvinnuleysisbótum eru í svartri vinnu. Það eru margir smáir í þessu og keppa þá ekki á sama grunni,“ segir Skúli Eggert.