Til að uppfylla markmið stjórnvalda um svokölluð orkuskipti í vegasamgöngum á Íslandi þarf að koma til 300 MW viðbótarframleiðsla á rafmagni fyrir árið 2030, eða sem samsvarar 10% viðbótarframleiðslugeta en nú er til staðar á landinu ef önnur notkun er óbreytt.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningu sem Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, kynnir nú á ársfundi sínum sem nú stendur yfir, og hægt er að horfa á í beinni útsendingu hér , sem og að neðan. Þess má geta að 300 MW samsvarar eins og einni Búrfellsstöð.

Ef hins vegar ætti að ganga lengra og öllum bílaflotanum yrði skipt fyrir rafbíla þyrfti um 600 MW, sem er tæplega vinnslugeta Fljótsdalsstöðvar. Ef skipta ætti svo út alfarið öllu jarðefnaeldsneyti í vegasamgöngum, innanlandsflugi og haftengdri starfsemi kallar það á um 1.200 MW í viðbótarorku.

Hér má sjá dagskrá ársfundarins:

  • 09:00 Gestir boðnir velkomnir
  • 09:05 Ávarp ráðherra
  • 09:15 Fyrstu og önnur orkuskiptin
  • 09:30 Þriðju orkuskiptin: Innviðir og orkuþörf
  • 10:00 Framtíðarþróun samgangna
  • 10:20 Orkuskiptin eru hagkvæm
  • 10:40 Svona hleður landinn: Niðurstaða hleðslurannsóknar Samorku
  • 11:20 Framtíð orkuskipta á hafi: Electric Port Study
  • 11:40 Framtíð orkuskipta í flugi
  • 12:00 Græn orka verður grænt eldsneyti: Power to X

Kostar 15 milljarða en gæti sparað 30 árlega

Samkvæmt Parísarsamkomulaginu sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í apríllok 2016, eftir að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafði sagt af sér, þurfa tveir þriðju bíla á götum landsins að vera orðnir hreinorkubílar fyrir árið 2030.

Samkvæmt greiningunni kallar uppfylling samkomulagsins að endurbæta þurfi þá flutnings- og dreifikerfi raforku um land allt fyrir um 15 milljarða króna árlega, ekki síst til að kerfið geti ráðið við orkuskiptin. Jafnframt kallar það á skilvirkara regluverki um slíka innviði.

Á móti mun þjóðarbúið spara 20 til 30 milljarða króna árlega vegna minni eldsneytiskaupa, og sparnaður heimila verður um 400 þúsund krónur á ári. Jafnframt myndi útblástur gróðurhúsalofttegunda í vegasamgöngum landsins minnka um 364 þúsund tonn eða 37% miðað við árið 2018.