Umfangsmikil leit stendur nú yfir að mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa rænt útibú Landsbankans í Borgartúni fyrr í dag. Vitni, sem höfðu ekki hugmynd um ránið, komu auga á tvo menn hlaupa í átt að Öskjuhlíð. Eftir að hafa frétt af ráninu létu þau lögreglu vita. Lögreglan hafði þá fundið bíl mannanna í Hlíðahverfinu.

Fjölmennt lið lögreglu og sérsveitar leitar nú að mönnunum í Öskjuhlíð og nánasta nágrenni. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sveimað yfir Öskjuhlíð og Hlíðahverfi undanfarnar mínútur, en áhöfn hennar tekur þátt í leitinni. RÚV greinir frá því að sérsveitin sé nú komin í Stigahlíð, sem er neðan húss Veðurstofunnar. Lögreglan vaktar alla vegi að Öskjuhlíð.

Mennirnir sem grunaðir eru um ránið munu ekki vera góðkunningjar lögreglunnar, en þó eiga brotaferil að baki.