Þyrla Statoil í Noregi hrapaði í morgun vestan við borgina Bergen. Um borð í þyrlunni voru þrettán manns. Ellefu af þessum þrettán farþegum eru látnir. Erlendar fréttaveitur á borð við Reuters og Russia Today segja frá þessu.

Þyrlan gereyðilagðist þegar hún skall á jörðinni. Hún hafði verið að flytja farþega frá Gullfaks B olíuborpallinum, sem er í eigu Statoil, olíufyrirtækis í eigu norska ríkisins, þegar bilun olli hrapinu.

Þyrlan var af gerðinni Eurocopter. Samkvæmt fréttamiðlum hafa slíkar þyrlur átt í vandkvæðum með gírskiptingar og annars konar vélarbilanir áður. Frá 2012-2013 voru settar skorður á farþegaflug með slíkar þyrlur.