Forstjórar leiðandi þýskra fyrirtækja hafa sýnt hinum þýska Deutsche Bank stuðning og verja bankann. Útlitið virðist nokkuð svart fyrir Deutsche, til að mynda vegna þessa að margir fjárfestar hafa misst trú á bankanum — einnig þarf bankinn að greiða himinháa sekt upp á 14 milljarða dollara vegna hlutverki bankans í fjármálakreppunni 2008.

Forstjórar Siemens, Damimler, Munich Re og BASF sögðu í viðtali við þýska blaðið Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung, að þau styddu við bakið á bankanum.

Gengi hlutabréfa í bankanum féllu gífurlega fyrir helgi og óttast fjárfestar að sektin gæti haft neikvæð áhrif fyrir bankann. Hlutabréf í bankanum hafa ekki verið lægri í um þrjátíu ár, segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið.

Fyrir helgi þá blés forstjóri Deutsche Bank á orðróma um slæma stöðu bankans.