Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að síðustu kjarorkuver landsins verði tekin úr notkun árið 2022 og eftir það muni landið þurfa að reiða sig á aðrar orkulindir. Þetta var tilkynnt í morgun en mikil alda mótmæla gegn kjarnorku reis í Þýskalandi í kjölfar náttúruhamfaranna og kjarnorkuslyssins í Japan í mars. Þá var slökkt á sjö elstu kjarnorkuverum Þýskalands og hefur nú verið ákveðið að þau verði ekki tekin í notkun á ný. Auk þess verður slökkt á einu veri til viðbótar nú en sex kjarnorkuver verða tekin úr notkun árið 2021 og þau þrjú sem þá verða eftir verða tekin úr notkun ári síðar.

Norbert Rottgen, orkumálaráðherra Þýskalands, tikynnti í gær að ekki verði nein klásúla um að þessu megi snúa við. Ákvörðunin sé endanleg.