Þýska ríkisstjórnin hefur ákveðið að hætta öllum viðskiptum við bandaríska fjarskiptafyrirtækið Verizon. Ástæðan er sú að bandarísk stjórnvöld hafa áhyggjur af því að fyrirtækið gefi bandarískum yfirvöldum trúnaðarupplýsingar.

Verizon hefur þjónustað fjölmargar þýskar stjórnsýslustofnanir og samningur um það átti að renna út árið 2015. Mikil reiði braust út í þýskalandi þegar það spurðist út að bandaríska leyniþjónustan væri að hlera síma þýska kanslarans, Angelu Merkel.

BBC greindi frá.