Seðlabanki Þýskalands hefur nú lokið við að flytja gullstangir frá New York til þýsku borgarinnar Frankfurt, sem metnar eru á 13 milljarða Bandaríkjadollara . Aðgerðin er hluti af áætlun þýska seðlabankans sem hefur það að markmiði að flytja heim helming af gullforða bankans sem geymdur hefur verið erlendis.

Aðgerðin hófs árið 2013 og eins og sakir standa hafa 642 tonn af gulli verið færð til Frankfurt, bankinn hefur ekkert viljað gefa uppi um hvernig flutningar á gullinu var hagað.

Að sögn seðlabankans eru flutningarnir liður í því að auka traust almennings en í gegnum árin hafa samsæriskenningar um að forðinn hafi tapast á stríðsáunum ítrekað skotið upp kollinum. Flutningurinn á auk þess sem að vera til marks um breytta tíma en Þjóðverjar óttast ekki lengur að gullforði þeirra falli í hendur sovéskra stjórnvalda, nokkuð sem var raunverulegt áhyggjuefni stjórnvalda á tímum kalda stríðsins.