Þýskaland er besta land í heimi en Íran það versta, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem breska ríkisútvarpið ( BBC ) gerði nýverið. Ríkisútvarpið gerir könnunina ár hvert og tóku 26 þúsund manns þátt í henni. Þátttakendur voru beðnir um að gefa 16 löndum einkunn.

Þýskaland landaði toppsætinu með 59% á meðan Ísrael, Norður-Kórea, Pakistan og Íran voru í neðstu sætum.

Könnun BBC