Auk þarf eigið fé þýskra banka vegna krafna Evrópska bankaeftirlitsins um 12 milljarða evra svo þeir þoli fyrirsjáanlegt tap vegna evrukreppunnar.

Í neyðaráætlun sem samþykkt var á fundi evruríkjanna í lok október var gengið út frá því að styrkja þyrfti eiginfjárstöðu evrópska banka um sem nemi 106 milljörðum evra.

Upphaflega var reiknað að aðeins þyrfti að leggja til þýskum bönkum um fimm miljarða evra en samkvæmt ónafngreindum heimildum Bloomberg þurfa þeir nú um 12 milljarða evra, jafngildi um meira en 1.900 milljarða íslenskra króna, og mun þýskum stjórnvöldum þegar hafa verið greint frá því.