Áhyggjur þýskra fjárfesta hafa aukist verulega á undanförnum vikum. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var af þýsku hugveitunni ZEW. Alls tóku 220 fjárfestar þátt í könnuninni og hefur bjartsýni þeirra ekki verið minni síðan í nóvember 2012.

Pólitísk óvissa í Evrópu og yfirvofandi kosningar í Bandaríkjunnum spila stórt hlutverk. Fjárfestum þykja markaðir einnig hátt skrifaðir. Brexit hefur haft mest áhrif á hugarfar fjárfesta, en óljóst er hvaða áhrif útganga Breta muni hafa á ESB.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun kynna hagvaxtaspár sínar í dag. Gera má ráð fyrir ýtarlegri greiningu á aðstæðum í Evrópu og áhrifum Brexit á heimsbúskapinn.