Væntingarvísitala sem mælir væntingar þýskra stjórnenda mældist 111,2 stig í febrúar og hefur ekki verið hærri síðan árið 1991. Alls eru sjö þúsund stjórnendur fyrirtækja spurðir um væntingar þeirra til hagkerfisins.

Aukinn útflutningur og aukin einkaneysla eru sögð skýra hækkun vísitölunnar í frétt Bloomberg. Þá hefur atvinnuleysi ekki mælst lægra í nærri tvo áratugi. Ríkisstjórn landsins telur að hagvöxtur verði 2,3% í ár. Hann var 3,6% í fyrra.