Þýska ríkið hefur löngum verið talinn einn traustasti skuldari heimsins og það hefur ekkert breyst þrátt fyrir skuldakreppuna á evrusvæðinu.

Þýska ríkið sótti sér nú síðast 3,9 milljarða evra til sex mánaða og var ávöxtunarkrafan/vextirnir minus 0,012% þannig að þeir sem lána Þýskalandi eru í reynd að borga með sér.

Í síðasta sambærilega útboði voru vextirnir alveg við núllið en eftirspurnina núna var þó nær helmingi minni og þá væntanlega vegna kjaranna. Eftir að tilkynnt hafði um niðurstöðu útboðsins fell ávöxtunarkrafan á þýsk ríkisskuldabréf líttillega eða í 1,87%.