Þýska stórfyrirtækið SMS Group hefur opnað útibú á Íslandi, en fyrirtækið starfar í 30 löndum um allan heim og er með 14.000 manns í vinnu. SMS Group sér meðal annars um byggingu stórra verksmiðja og þess tækjabúnaðar sem í þær er notaður.

Fyrirtækið þjónustar álver og ýmsar aðrar verksmiðjur um allan heim. Talsmaður SMS Group segist í samtali við Viðskiptablaðið ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu en staðfestir að viðræður við íslenskan kúnna séu í fullum gangi. Von er á fréttatilkynningu um málið þegar allt er fullklárað.