Sænska netferðaskrifstofan Ticket Travel, sem er að hluta til í eigu íslenska eignarhaldsfélagsins Fons, er að leita að kauptækifærum, segir í frétt norrænu fréttaveitunnar Esmerk.

Fréttaveitan hefur eftir Matthias Pall Imsland, stjórnarformanni Ticket, að fyrirtækið hafi sérstakan áhuga á yfirtöku á fyrirtæki sem sérhæfir sig í ferðum fyrir kaupsýslumenn.

Fons, sem stýrt er af Pálma Haraldssyni og Jóhannesi Kristinssyni, á rúmlega 28% hlut í Ticket.

Rekstrarhagnaður sænska fyrirtækisins dróst saman í 7,2 milljónir sænskra króna (72 milljónir íslenskra króna) á öðrum ársfjórðungi úr 7,6 milljónum á sama tímabili árið 2005. Sölutekjur félagsins drógust einnig saman í 825 milljónir sænskra króna úr 861 milljón á sama tímibili árið á undan.

Tekjur Ticket fyrsta ársfjórðungi námu 962,4 milljónum sænskra króna og jukust um 11% frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður meira en tvöfaldaðist og nam 17 milljónum sænskra króna miðað við 8,3 milljónir sænskra króna í fyrra.