Viðskipti með hlutabréf á aðalmarkaði Kauphallarinnar námu litlum 618 milljónum króna í dag, og aðeins varð verðbreyting á 9 félögum af 19, og þá í öllum tilfellum til lækkunar.

Þær lækkanir voru þó í hóflegri kantinum: Heimavellir lækkuðu mest, um 2,5% í litlum 74 þúsund króna viðskiptum, en næst komu bréf Arion banka með 1,18% lækkun í 147 milljóna króna viðskiptum, og því næst Hagar með 1,17% lækkun í 5 milljóna viðskiptum.

Mest velta var með bréf Marel, hvers gangvirði var óbreytt við lokun markaða eftir 213 milljón króna viðskipti, en næst komu bréf Arion banka, og þriðja sætið vermdu bréf Festar, sem einnig stóðu óhreyfð eftir 103 milljóna króna viðskipti dagsins.