Úrvalsvísitala Kauphallarinnar (OMXI8) lækkaði um 0,5% í dag og lækkaði heildarvísitalan (OMXIPI) á hlutabréfamarkaði um 0,32%. Velta á hlutabréfamarkaði nam 539,2 milljónum króna.

Gengi bréfa Tryggingamiðstöðvarinnar hækkæði um 1,23% í 901,2 þúsund króna viðskiptum. Þá hækkaði Síminn um 0,26% í 21,9 milljón króna viðskiptum. Hlutabréf annarra félaga lækkuðu í verði eða stóðu í stað. Mest var lækkunin á gengi bréfa Icelandair Group hf., eða 1,92% í 121,9 milljón króna viðskiptum.

Á skuldabréfamarkaði hækkaði aðalvísitala skuldabréfa um 0,05%. Óverðtryggð skuldabréfavísitala Kauphallarinnar hækkaði um 0,26% en verðtryggð skuldabréfavísitala lækkaði um 0,06%. Velta á skuldabréfamarkaði nam 1.666 milljónum króna. Mest velta var með óverðtryggða ríkisskuldabréfaflokkinn RIKB 20 0205, sem hækkaði um tæplega 1% í verði í dag.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði, First North hlutabréfamarkaðnum og skuldabréfamarkaði nam 2.215 milljónum króna.