Fjárfestingafélagið Silfurberg ehf. hagnaðist um 240 milljónir á síðasta ári, samanborið við 2,5 milljarða hagnað árið áður. Hagnað fyrra árs má rekja til sölu á hlut í þýska lyfjafyrirtækinu Neuraxpharm. Rekstrartekjur félagsins voru 37 milljónir króna, og fjármunatekjur 640 milljónir. Eigið fé var í lok síðasta árs 11,7 milljarðir króna, og var eiginfjárhlutfallið 98%. Silfurberg er í eigu Friðriks Steins Kristjánssonar og Ingibjargar Jónsdóttur, sem fara með helmingshlut hvor.