Tiffany er meðal nýjustu vestrænu vörumerkjunum til þess að hefja innreið sína í Kína. Ótta gætti meðal fjárfesta og stjórnenda Tiffany að minni sala yrði yfir sumarmánuðina vegna efnahagslífsins í Kína. Sá ótti hvarf snögglega þegar sölutölurnar voru tilkynntar.

Sala í búðum sem hafa verið opnar í minnst ár í Asíu, fyrir utan Japan, jókst um 13% á öðrum ársfjórðungi. Kína átti stóran þátt í því. Asía á nú 22% hlut í heildartekjum Tiffany en var 11% fyrir fimm árum.

Bandaríkin eru enn stærsti markaður Tiffany, en sölutölur þar héldur óbreyttar.

Hlutabréf í Tiffany hækkuðu um 0,1% í tæplega 82 dollara.