Tíföldun varð á sölu stafrænnar tónlistar á árinu 2004 borið saman við árið á undan. Um tvö hundruð milljón lög voru seld með þeim hætti sem þýðir jafnframt að í fyrsta sinn er niðurhal marktækur hluti af sölu tónlistar í heiminum. Þetta kemur fram í glænýjum tölum frá Ifpi, alþjóðlegum samtökum hljómplötuútgefenda. Á stærstu tónlistarmörkuðum heimsins, Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi, seldust í fyrra 157 milljónir laga með niðurhali.

Þessi þróun heldur áfram því á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs hefur sala tónlistar gegnum Netverslanir meira en tvöfalast í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir mikla söluaukningu á stafrænni tónlist varð aðeins óverulegur samdráttur í hefðbundinni plötusölu, um 1.3%, og sala á geisladiskum minnkaði aðeins um 0,9%.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals, www.atv.is