*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Innlent 10. janúar 2019 18:39

Tiger leitar að auknu fjármagni

Jólavertíð alþjóðlegu verslunarkeðjunar Flying Tiger Copenhagen var vonbrigði. Hætt við að skilmálar lána brostni.

Ritstjórn
Verslanir Flying Tiger Copenhagen báru áður einfaldlega nafnið Tiger.
Aðsend mynd

Smávöruverslunarkeðjan Flying Tiger Copenhagen, sem rekur 974 verslanir í 30 löndum, í flestum tilvikum í Evrópu, virðist vera í fjárhagsvandræðum og leitar nú að auknu fjármagni. Samkvæmt heimildum Finans.dk nálgast félagið nú að brjóta skilmála lánasamninga sinna eftir lélegri sölu í kringum jólin en væntingar höfðu verið um.

Fyrir um ári, í ársbyrjun 2018, skuldaði félagið um 1,05 milljarða norskra króna, eða sem samsvarar 14,1 milljarð íslenskra króna miðað við núverandi gengi. Aðaleigandi rekstraraðila fyrirtækisins er sænski fjárfestingarsjóðurinn EQT, en hann átti einnig fyrirtækið Top-Toy sem fór í gjaldþrot fyrir áramót. Keypti félagið 70% í rekstrarfélaginu Zebra AS, árið 2017.

Rekstur TGR Norway, sem reka verslanir félagsins í Noregi er að helmingi í eigu Zebra AS, og að helmingi í eigu íslenska félagsins FM Framtak ehf.

Bókfært virði TGR A/S tæplega hálfur milljarður

Það félag var samkvæmt ársreikningi ársins 2017 í eigu Finns Magnússonar og Ástú Henriksdóttur til helminga, en hagnaður ársins 2017 nam tpælega 18 milljónum, sem var viðsnúningur frá um 16,5 milljóna tapi árið 2016.

Tekjur félagsins höfðu þó dregist saman úr 13,3 milljónum 2016 í 10,4 milljónir 2017. Eignir félagsins höfðu þá aukist úr 595,3 milljónum í 754,2 milljónir. Eigið fé félagsins nam 287 milljónum árið 2017, en skuldir þess 467,2 milljónum.

Samkvæmt þessum ársreikningi átti félagið 50% í félaginu TGR A/S sem var metið á 468,6 milljónir króna. Hlutdeild í hagnaði hlutdeildarfélaga nam hins vegar 3,7 milljónum en auk þessa félags átti félagið helming í Æsir eignarhaldsfélagi ehf. og Fima ehf. að fullu, en bókfært verð þeirra félaga var samanlagt 750 þúsund krónur.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is