Markaðssérfræðingar í Bandaríkjunum telja ólíklegt að Tiger Woods takist að ná þeim tekjum og hann var með áður, þrátt fyrir að vera einn tekjuhæsti íþróttamaður heims.

Þegar kynlífsskandall Woods varð opinber árið 2009 missti hann marga af stærstu stuðningsaðilum sínum. Fyrir það námu árlegar tekjur hans um 125 milljónum Bandaríkjadala. Þá er meðtalið verðlaunafé og tekjur hans vegna auglýsinga.

Hann þarf þó ekki að örvænta því tekjur hans nema nú um 75 milljónum dala skv. tímaritinu Forbes.

Tiger Woods.
Tiger Woods.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)