Orðrómur um myndun nýs meirihluta í borginni var staðfestur síðdegis í gær. Hann kom fráfarandi meirihluta gjörsamlega í opna skjöldu.

Samkomulag um nýjan meirihluta í Reykjavík var undirritað í gær af hálfu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita sjálfstæðismanna í Reykjavík og Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra.

Samkvæmt samkomulaginu verður Ólafur F. borgarstjóri fyrri hluta þess tíma sem eftir lifir kjörtímabilsins og Vilhjálmur verður borgarstjóri síðari hluta tímabilsins.

Fréttin kom oddvitum Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokks gjörsamlega í opna skjöldu.

Nánar er fjallað um málið á forsíðu Viðskiptablaðsins í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sótt um hann hér .