Kevin Mayer, forstjóri TikTok, hefur ásakað Facebook um að reyna berja niður rekstur TikTok með „skaðvænum árásum“ félagsins. Þar sagði hann að nýjung Instagram, Reels, sé eftirherma af TikTok og benti á að sambærileg nýjung Facebook, nefnd Lasso, hafi farið á verri veg mjög snögglega.

Sjá einnig: Instagram sækir í TikTok stjörnur

„Við hjá TikTok bjóðum samkeppni velkomna. Hins vegar skulum við einbeitum okkur að sanngjarni samkeppni sem snýr að viðskiptavinum okkar, fremur en skaðvænum árásum á keppninauta okkar,“ er haft eftir Mayer. Bætir hann við að Facebook sé að reynda binda enda á starfsemi TikTok í Bandaríkjunum.

Sjá einnig: Bezos mætir fyrir þingnefnd

Yfirlýsing Mayer kom aðeins klukkustundum áður en Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, mætti fyrir þingnefnd.

Hann bendir einnig á neikvæð áhrif þess, ef starfsemi TikTok myndi dragast saman, að Bandarískir auglýsendur hefðu færri valkosti. Yahoo Finance segir frá.