Vegna þess að Trump hefur skipað félögum að hætta öllum sínum viðskiptum við TikTok innan 45 daga hefur TikTok hótað lögsókn gegn Trump. Félagið segist hafa verið slegið vegna fréttanna en muni gera allt sem það geti til að framfylgja lögunum.

Sjá einnig: Microsoft vill eignast TikTok að fullu

Trump lét á sambærilegt bann gegn notkun á WeChat en félagið segist enn vera að skoða kosti sína í kjölfar fregnanna. Ástæða Trump fyrir banninu er sögð vera vegna þjóðaröryggis, utanríkisstefnu og Bandaríska hagkerfinu. Umfjöllun á vef BBC.

Því má segja að framtíð TikTok er verulega óljós en að auki hefur Instagram gefið frá sér nýja viðbót nefnd Reels. Eiginleikinn er talsvert líkur TikTok en notendur geta þar deilt stuttu myndbandi til fylgjenda sinna.

Sjá einnig: Instagram sækir í TikTok stjörnur