TikTok ætlar nú að lögsækja ríkisstjórn Donald Trump vegna ákvörðunarinnar um að banna kínverska miðilinn. Bannið mun, að öllu óbreyttu, taka gildi í september í næsta mánuði en viðræður á milli ríkisstjórnarinnar og TikTok hafa staðið yfir í um ár, án árangurs.

Yfirvöld vestanhafs hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna mögulegrar misnotkunar á gagnasöfnun félagsins. Því vill ríkisstjórnin að TikTok verði bannað eða að félagið verði selt til Bandarísks fyrirtækis en miðilinn hefur um 80 milljón virka notendur. Umfjöllun á vef BBC.

„Til að tryggja að lögum sé framfylgt og að bæði fyrirtækið og notendur þess njóti réttlætis eigum við ekki annarra kosta völ en að mæta tilskipun forsetans í gegnum réttarkerfið,“ er haft eftir talsmanni TikTok. Gert er ráð fyrir því að lögsóknin hefjist í næstu viku.

Í síðustu viku höfðaði WeChat, sem er í eigu kínverska fyrirtækisins Tencent, sambærilega lögsókn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að kínverskt eignarhald á slíkum miðlum stofni þjóðaröryggi Bandaríkjanna í hættu.