Kínverski samfélagsmiðillinn TikTok var það smáforrit sem oftast var sótt á síðasta ári. Hirti TikTok toppsætið af Facebook Messenger smáforritinu. TikTok, sem er vettvangur þar sem notendur deila og geta horft á stutt myndbönd, er eina smáforritið af þeim fimm smáforritum sem sótt voru oftast á síðasta ári sem ekki er í eigu Facebook. BBC greinir frá.

Smáforritin Facebook, WhatsApp, Instagram og Facebook Messenger röðuðu sér í næstu sæti vinsældalistans.

Er þetta í fyrsta sinn frá því að farið var að halda utan um þessa tölfræði árið 2018 að smáforrit á vegum Facebook skipar ekki efsta sæti yfir mest sótta smáforritið á heimsvísu.

Undir lok forsetatíðar sinnar freistaði Donald Trump þess að banna TikTok í Bandaríkjunum, en það virðist ekki hafa bitnað á vinsældum samfélagsmiðilsins.